Samstarf

Markmið Alþjóðamálastofnunar er að vera leiðandi í rannsóknum um alþjóðamál og smáríki í heiminum, að auka gæði og framboð náms um alþjóðamál og smáríki í grunn- og framhaldsnámi á háskólastigi, og að vera þjónustustofnun við atvinnulífið og hið opinbera. Stofnunin starfar með utanríkisráðuneytinu, Samtökum iðnaðarins, Samtökum atvinnulífsins og Alþýðusambandi Íslands. Að auki tekur stofnunin þátt í alþjóðlegu samstarfi og er meðal annars aðili að evrópskum samtökum stofnana á sviði Evrópufræða, Trans European Policy Studies Association (TEPSA) og vinnur náið með alþjóðamálastofnunum á Norðurlöndum og í Eystrasaltsríkjunum.

Alþjóðamálastofnun beitir sér fyrir auknu samstarfi milli fræðimanna, atvinnulífs og opinberra aðila á sviði alþjóðamála og gengst fyrir ráðstefnum, umræðufundum og fyrirlestrum um efni sem tengjast starfssviði stofnunarinnar. Stofnunin er vettvangur fyrir fræðileg alþjóðasamskipti og þverfagleg þjónustuverkefni fyrir atvinnulíf, fyrirtæki og stofnanir.