Starfsfólk

Forstöðumaður Alþjóðamálastofnunar

PiaPia Hansson er forstöðumaður Alþjóðamálastofnunar en undir stofnunina heyra bæði Rannsóknasetur um smáríki og Rannsóknasetur um norðurslóðir. Pia er með B.A. gráðu í fjölmiðlun frá University of Minnesota og meistaragráðu í alþjóðasamskiptum frá Háskóla Íslands. Hún stundaði einnig meistaranám í sjónvarpsdagskrárgerð við City University of New York. Pia starfaði lengi vel sem upptöku- og útsendingastjóri í sjónvarpi, bæði hér heima og erlendis, en var síðan upplýsingafulltrúi sendiráðs Bandaríkjanna frá árinu 2000 til 2005. Veturinn 2007-2008 var hún fjölmiðlafulltrúi norrænnar vopnahléseftirlitssveitar á Sri Lanka á vegum utanríkisráðuneytisins. Á þeim sjö árum sem Pia hefur verið forstöðumaður stofunarinnar hefur hún haldið utan um margvísleg rannsóknaverkefni og má þar nefna Jean Monnet öndvegissetur, Erasmus og Erasmus+ verkefni, NOS-HS vinnustofur og þá hefur hún einnig komið að verkefnum undir sjöundu rammaáætlun Evrópusambandins fyrir hönd Alþjóðamálastofnunnar.

Netfang: ams@hi.is og pia@hi.is / Sími: (+354) 525-5262

Verkefnisstjóri Rannsóknaseturs um norðurslóðir

MaggaMargrét Cela er verkefnisstjóri Rannsóknaseturs um norðurslóðir. Hún er með B.A. gráðu í stjórnmálafræði frá Háskóla Íslands og M.A. gráðu í alþjóðasamskiptum frá sama skóla. Auk þess leggur hún stund á doktorsnám í alþjóðasamskiptum við Háskólann í Laplandi. Margrét var verkefnisstjóri þróunar nýrrar námsleiðar í vestnorrænum fræðum sem kennd er í fimm háskólum (www.westnordicstudies.net) og hefur kennt sem stundakennari við Háskóla Íslands í námskeiðum um öryggismál og norðurslóðir. Meðal þeirra verkefna sem Margrét heldur utan um er verkefni styrkt af NATO og hýst innan Rannsóknaseturs um smáríki. Verkefninu er ætlað að dýpka skilning á stöðu smáríkja í breyttu alþjóðlegu öryggisumhverfi og skoða hvernig þau geta sem best mótað stefnur sínar í utanríkis- og öryggismálum.  Rannsóknaráhugi Margrétar er m.a, utanríksmál og stefnumótun, öryggi smáríkja og öryggi á norðurslóðum.

Netfang: caps@hi.is og mcela@hi.is + / Sími: (+354) 525 5846

Verkefnisstjóri Rannsóknarseturs um smáríki

TomasTómas Joensen er verkefnisstjóri Rannsóknaseturs um smáríki. Hann er með B.A. gráðu í íslensku frá Háskóla Íslands og meistaragráðu í Evrópufræðum frá sama skóla. Tómas hefur einnig starfað við rannsóknir við Háskóla Íslands frá árinu 2012. Í störfum sínum hjá Alþjóðamálastofnun og Rannsóknasetri um smáríki hefur Tómas meðal annars sinnt ritstjórnar og útgáfumálum og má þar nefna skýrsluna Aðildarviðræður Íslands við ESB sem unnin var fyrir Alþýðusamband Íslands, Samtök atvinnulífsins, Viðskiptaráð Íslands og Félag atvinnurekenda og kennslubók í Evrópufræðum.

Netfang: ams@hi.is og toj@hi.is / Sími: (+354) 525-5841

Verkefnisstjóri Höfða friðarseturs Reykjavíkurborgar og Háskóla Íslands

AudurAuður Örlygsdóttir er verkefnisstjóri Höfða friðarseturs Reykjavíkurborgar og Háskóla Íslands. Hún er með B.A. gráðu í frönsku, viðbótardiplóma í þróunarfræðum og meistaragráðu í alþjóðasamskiptum frá Háskóla Íslands. Auður hefur starfað hjá Alþjóðamálastofnun frá því í ágúst 2015 og hefur á þeim tíma tekið að sér ýmis verkefni fyrir stofnunina, nú síðast þau verkefni sem heyra undir Höfða friðarsetur Reykjavíkurborgar og Háskóla Íslands. Má þar m.a. nefna verkefnið InPeace sem styrkt er af Erasmus+ Strategic Partnership og Nordplus Higher Education og snýr að því að þróa edX netnámskeið og koma á fót þremur örnámskeiðum í friðar- og átakafræðum, verkefnið Post-Truth Politics, Nationalism and the (De)Legitimation of European Integration, sem styrkt er úr sjóði Jean Monnet Networks, samfélagshraðalinn Snjallræði, Kveikju, nýtt þverfræðilegt námskeið í samfélagslegri nýsköpun fyrir grunnnema við Háskóla Íslands og námsekið í mannréttinda- og friðarfræðslu, Umboðsmenn friðar, sem ætlað er nemendum á miðstigi grunnskóla.

Netfang: ams@hi.is og audurorl@hi.is / Sími: 525-5262


Verkefnisstjóri hjá Alþjóðamálastofnun

AudurStefans_minnukdAuður Birna Stefánsdóttir er verkefnisstjóri hjá Alþjóðamálastofnun. Hún er með B.A. gráðu í mannfræði og meistaragráðu í alþjóðasamskiptum frá Háskóla Íslands. Auður hefur áður unnið sem verkefnisstjóri hjá Mannréttindaskrifstofu Íslands þar sem hún vann meðal annars að verkefnum tengdum málefnum hælisleitanda og flóttafólks. Auður hefur einnig starfað sem ráðgjafi hjá Vinnumálastofnun í Noregi og Tryggingamálstofnun í Svíþjóð. Meðal þeirra verkefna sem Auður hefur haldið utanum hjá Alþjóðamálastofnun er skýrslan greining á þjónustu við flóttafólk og Nordplus verkefni þar sem unnið er að því að þróa netnámskeið um menninganæmni.

Netfang: audurstefans@hi.is / Sími: 525-5262

Margir koma að rannsókna-, kennslu-, og þjónustuverkefnum á vegum Alþjóðamálastofnunar, Rannsóknaseturs um smáríki og Rannsóknaseturs um norðurslóðir, en fjöldi þeirra sem taka að sér tímabundin störf ræðst af umfangi verkefna hverju sinni.