Stjórn

Stjórn Alþjóðamálastofnunar, Rannsóknaseturs um smáríki, Rannsóknaseturs um norðurslóðir og Höfða friðarseturs Reykjavíkurborgar og Háskóla Íslands er skipuð fjórum fulltrúum háskólans, einum fulltrúa frá utanríkisráðuneytinu og einum fulltrúa Reykjavíkurborgar. Núverandi stjórnarmenn eru: Guðbjörg Linda Rafnsdóttir, aðstoðarrektor vísinda og prófessor í félagsfræði, Hólmfríður Garðarsdóttir, prófessor í spænsku, Silja Bára Ómarsdóttir, dósent í stjórnmálafræði, María Mjöll Jónsdóttir, deildarstjóri á skrifstofu ráðuneytisstjóra í utanríkisráðuneytinu, Stefán Eiríksson, borgarritari og Guðmundur Hálfdánarson, prófessor í sagnfræði og forseti Hugvísindasviðs,sem jafnframt er formaður stjórnar.

Baldur Þórhallsson, prófessor í stjórnmálafræði, er rannsóknastjóri Rannsóknaseturs um smáríki.