Útgáfa

• Alþjóðamálastofnun Háskóla Íslands

Alþjóðamálastofnun beitir sér fyrir öflugri útgáfu efnis um alþjóðamál á Íslandi. Stofnunin stendur einnig fyrir fyrirlestraröðum, umræðufundum og ráðstefnum um alþjóðamál og leitast er við að gefa út sem mest af því efni sem kynnt er og fjallað er um á vegum stofnunarinnar. Stofnunin tekur einnig að sér þjónustuverkefni og gefur út niðurstöður.

Fyrirspurnir og tillögur skal senda á forstöðumann Alþjóðamálastofnunar og Rannsóknaseturs um smáríki, Piu Hansson: ams@hi.is

Útgáfu á vegum stofnunarinnar má finna hér

• Rannsóknasetur um smáríki

Rannsóknasetur um smáríki gefur út tvær ritrýndar ritraðir, annars vegar greinar sem eru fullburða rannsóknir (occasional papers) og hins vegar styttri greinar um rannsóknir sem geta enn verið í vinnslu (working papers). Einnig eru unnar þjónusturannsóknir. Hægt er að kaupa ritin á skrifstofu Alþjóðamálastofnunar meðan birgðir endast, eða skoða þau á pdf formi hér á síðunni.

Til að fá upplýsingar um það hvernig á að fá grein birta í ritröð Smáríkjaseturs, almennar ritleiðbeiningar fyrir höfunda og upplýsingar um ritnefnd og tilhögun ritrýninnar, vinsamlegast smellið hér

Útgáfu á vegum rannsóknasetursins má finna hér

• Rannsóknasetur um norðurslóðir

Rannsóknasetur um norðurslóðir gefur út tvær ritrýndar ritraðir: þær fela í sér annars vegar greinar sem byggja á fullburða rannsóknarverkefnum (occasional papers) og hins vegar styttri greinar sem byggja á yfirstandandi rannsóknum (working papers). Greinarnar byggja á ólíkri aðferðafræði og kenningalegri nálgun og endurspegla þverfræðileika rannsóknasetursins. Útgáfan nær því yfir þverfaglegt svið norðurslóða en þó með áherslu á stefnumótun opinberra aðila, einkaaðila og frjálsra félagasamtaka. Þá er lögð sérstök áhersla á að birta rannsóknir á stjórnun og stjórnkerfum norðurslóða, samfélögum og menningu.

Greinar byggðar á fullburða rannsóknum eru vanalega á bilinu 7,000-8,000 á meðan styttri greinar eru um það bil 5,000-6,000 orð og byggja á rannsóknum sem eru enn í vinnslu. Nálgast má útgefin rit rafrænt hér á síðunni en einnig er hægt að óska eftir prentuðu eintaki.

Öll útgáfa Rannsóknaseturs um norðurslóðir er ritrýnd. Ritstjórar eru Dr. Lassi Heininen, prófessor við Háskólann í Lapplandi og Dr. Timo Koivurova, prófessor við Háskólann í Lapplandi og Arctic Centre. Sérstakur ráðgjafi ritstjórnar er Alyson JK Bailes, aðjúnkt við Stjórnmálafræðideild Háskóla Íslands.

Fyrirspurnir og tillögur að greinum skal senda á verkefnastjóra rannsóknasetursins, Margréti Cela: mcela@hi.is

Útgáfu á vegum rannsóknasetursins má finna hér