Bækur

 

Inni eða úti? Inni eða úti? Aðildarviðræður við ESBÍ bókinni eru teknar saman upplýsingar um það ferli sem fer í gang er ríki sækir um aðild að Evrópusambandinu og um lærdóma sem draga má af fyrri stækkunarlotum sambandsins. Tilgangurinn er að gera íslenskum lesendum kleift að glöggva sig á þessu með aðgengilegum hætti, en einmitt vegna þess hve mörg lönd hafa samið um inngöngu í sambandið á síðustu árum liggur ferli aðildarviðræðna mjög skýrt fyrir. Ísland er síðan mátað inn í þetta ferli; fljótt er farið yfir sögu á þeim sviðum þar sem Ísland telst þegar hafa tekið að mestu eða fullu upp löggjöf ESB, en þetta á við um u.þ.b. tvo þriðju af lagasafni ESB. Ítarlegar er farið í þá málefnakafla ESB-samstarfsins sem Ísland hefur sem EES-ríki staðið utan við og vænta má að snúnast yrði að semja um. Þar vega þyngst sjávarútvegs- og landbúnaðarmál, Efnahags- og myntbandalagið og byggða- og þróunarsjóðakerfi ESB. Samningsstaða Íslands og væntanleg samningsmarkmið eru kortlögð í bókinni, meðal annars með tilliti til þess sem önnur ríki hafa náð fram í aðildarviðræðum.

Höfundurinn, Auðunn Arnórsson, hefur bæði sem stjórnmálafræðingur og blaðamaður sérhæft sig í Evrópumálum og miðlun þekkingar um þau. Útgefandi er Háskólaútgáfan í samstarfi við Alþjóðamálastofnun Háskóla Íslands. Bókin er 140 bls.

Afmælisrit Alyson Bailes - forsíða Afmælisrit Alyson Bailes – vefútgáfaAlþjóðamálastofnun Háskóla Íslands gaf nýverið út bókina „Through European Eyes“, í samstarfi við Háskólaútgáfuna. Bókin inniheldur samantekt á nýlegum ræðum Alyson Bailes, heimsþekkts fræðimanns á sviði öryggismála og núverandi gestakennara við stjórnmálafræðideild Háskóla Íslands, um alþjóðleg, evrópsk og norræn öryggismál. Í bókinni er einnig að finna valdar greinar eftir unga fræðimenn sem Alyson hefur unnið með, þar á meðal tvo íslenska fræðimenn.Vefútgáfa bókarinnar: Through European Eyes
Evrópuvitund Evrópuvitund: Rannsóknir í Evrópufræðum 2007-2008Í þessari bók er að finna greinar ungra fræðimanna sem hafa lagt stund á rannsóknir tengdar Evrópufræðum í framhaldsnámi sínu, en Alþjóðamálastofnun Háskóla Íslands hefur staðið fyrir árlegum Degi ungra fræðimanna á þessu sviði frá árinu 2007. Stofnunin sinnir þannig einu af meginhlutverkum sínum, sem er að stuðla að aukinni umræðu um alþjóðamál og sömuleiðis efla fræðslu og rannsóknir á þessu sviði á Íslandi. Bókin byggir á erindum sem flutt voru í tveimur málstofum, annars vegar 28. febrúar 2007 og hins vegar 21. febrúar 2008.Erindin í bókinni eru:
– Uppbygging Evrópuvitundar innan Evrópusambandsins, eftir Einar Þorvald Eyjólfsson
– Þjóðarstolt eða samrunaþrá? Almenningsálit á Íslandi og Evrópusambandsaðild, eftir Meike Sommer
– Evrópuvitund utanríkisráðherra Íslands 2003-2007, eftir Brynju Baldursdóttur
– Getur Evrópusambandið tryggt að stefnumál þess séu framkvæmd á Íslandi, eftir Jóhönnu Jónsdóttur
– „Evró-rétt“ og „Evró- rangt“: Hvernig hægt er að klúðra innleiðingu evrópskra tilskipana í íslenskan rétt, eftir Guðrúnu Rögnvaldsdóttur
-Undirliggjandi hugmyndir íslenskra ráðamanna til úthafsveiða og sjávarútvegsstefnu Evrópusambandsins, eftir Bjarna Má Magnússon
– Evrópskur samningaréttur – firra eða framtíðin?, eftir Matthías G. Pálsson

Útgefendur eru Alþjóðamálastofnun Háskóla Íslands og Háskólaútgáfan. 176 bls. ISBN: 978-9979-54-811-9. Útgáfa og dreifing: Háskólaútgáfan. Leiðbeinandi verð: 3.900

Uppbrot hugmyndakerfis: Endurmótun íslenskrar utanríkisstefnu 1991-2007 Uppbrot hugmyndakerfis: Endurmótun íslenskrar utanríkisstefnu 1991-2007
Ritstýrt af Vali IngimundarsyniÍslensk utanríkismál hafa verið í stöðugri mótun og endurmótun frá lokum kalda stríðsins. Eftir þá ákvörðun Bandaríkjastjórnar að hverfa með herlið sitt frá Íslandi varð endanlega ljóst að Ísland hefði misst fyrra hernaðarvægi. Samskiptin við Evrópu vega þyngra í utanríkisstefnunni með aðildinni að EES-samningnum og Schengen-samstarfinu. Brugðist hefur við nýju hlutverki NATO sem hernaðarbandalagi á heimsvísu með þátttöku í friðargæslu og aukin áhersla er lögð á þróunaraðstoð. Þá hafa íslensk stjórnvöld þurft að laga sig að breyttu starfi hjá Sameinuðu þjóðunum á sviði umhverfismála, mannréttinda, þróunaraðstoðar og öryggismála. Loks hefur verið tekist á um ýmis alþjóðamál í innanlandspólitísku samhengi, eins og t.d. Evrópska efnahagssvæðið, Íraksstríðið og Kyoto-samninginn.
Í þessari bók er fjallað um þróun íslenskrar utanríkisstefnu og ýmsar breytingar sem orðið hafa á stöðu Íslands á alþjóðavettvangi á tímabilinu 1991-2007. Að vissu leyti er þessi nýja bók sjálfstætt framhald af ritverki Péturs Thorsteinssonar sendiherra, “Utanríkisþjónusta Íslands og utanríkismál – Sögulegt yfirlit”, sem Bókmenntafélagið gaf út 1992. Hér er um að ræða samvinnu 13 fræðimanna á sviði stjórnmálafræði, sagnfræði, lögfræði, landfræði, mannfræði, félagsráðgjafar og hagfræði. Sjónum er sérstaklega beint að: samskiptum Íslands og Bandaríkjanna í öryggis- og varnarmálum, þátttöku Íslands í Evrópusamrunanum, stefnu Íslands í friðargæslu og þróunarmálum, þeim breytingum sem orðið hafa á utanríkisviðskiptum Íslendinga og afstöðu stjórnvalda til erlendra fjárfestinga í stóriðju, aðild Íslands að samningum um aðgerðir gegn loftslagsbreytingum, samningum um fiskveiðistjórnun vegna veiða úr flökkustofnum og á alþjóðlegum hafsvæðum, skuldbindingum Íslands vegna mannréttindasamninga og framkvæmd fyrirmæla Öryggisráðsins í tengslum við valdheimildir, stefnu stjórnvalda gagnvart frjálsum félagasamtökum og opinberri stefnu í ferðamálum og ferðaflæði á alþjóðavettvangi.Valur Ingimundarson er prófessor í sagnfræði við Háskóla Íslands. Greinar í bókinni eiga: Anna Karlsdóttir, Auður H. Ingólfsdóttir, Áslaug Ásgeirsdóttir, Baldur Þórhallsson, Björg Thorarensen, Gunnar Páll Baldvinsson, Gylfi Zoega, Helga Björnsdóttir, Kristín Loftsdóttir, Pétur Dam Leifsson, Sigurður Jóhannesson, Steinunn Hrafnsdóttir og Valur Ingimundarson. Útgefendur eru Hið íslenska bókmenntafélag og Alþjóðamálastofnun Háskóla Íslands. 417 bls. ISBN: 978-9979-66-224-2. Útgáfa og dreifing: Hið íslenska bókmenntafélag. Leiðbeinandi verð 4.990,- kr.
Óvænt áfall Óvænt áfall eða fyrirsjáanleg tímamót? Brottför Bandaríkjahers: Aðdragandi og viðbrögð. Bókin fjallar um málefni sem hefur verið mikið á döfinni síðustu misserin, þ.e. samskiptin við Bandaríkin í öryggis- og varnarmálum. Hvers vegna ákvað Bandaríkjastjórn að kalla heim varnarliðið á Keflavíkurvelli? Væri kannski nær að spyrja af hverju herinn var ekki löngu farinn? Hvers vegna voru íslenskir ráðamenn mjög ósáttir við ákvörðun Bandaríkjastjórnar? Voru Íslendingar illa búnir undir brottför hersins? Höfðu íslensk stjórnvöld sofið á verðinum og ekki tekið mark á vísbendingum um að brotthvarf varnarliðsins væri yfirvofandi? Hvernig hefur Íslendingum gengið að bregðast við brottför hersins? Eru varnir Íslands nægilega vel tryggðar? Getur Landhelgisgæslan sinnt þeim verkefnum sem þyrlur Bandaríkjahers gerðu? Hvers vegna ákváðu stjórnvöld að koma á fót Varnarmálastofnun? Ættu Íslendingar að semja um öryggi og varnir við Evrópusambandið? Hverjir eru hinir nýju hornsteinar íslenskra öryggis- og varnarmála?Höfundurinn Gunnar Þór Bjarnason er BA í sagnfræði og þýsku frá Háskóla Íslands. Hann stundaði framhaldsnám í Þýskalandi og hefur lokið MA-prófi í alþjóðasamskiptum frá HÍ. Gunnar hefur kennt við framhaldsskólann í Breiðholti um árabil, og var stundakennari við HÍ í áratug. Hann hefur skrifað greinar um sagnfræði í blöð og tímarit og er höfundur kennslubókar um sögu 20. aldar.
althjmbok Alþjóðastjórnmál við upphaf 21. aldar – Rannsóknir ungra fræðimanna
Ritstýrt af Rósu Magnúsdóttur, Vali Ingimundarsyni og Silju Báru Ómarsdóttur.Alþjóðamálastofnun Háskóla Íslands gaf nýverið út bókina „Alþjóðastjórnmál við upphaf 21. aldar: Rannsóknir ungra fræðimanna í alþjóðamálum“. Í bókinni birtast greinar um álitaefni í alþjóðastjórnmálum, en höfundarnir eru fæddir á árunum 1972-1980 og hafa allir lært alþjóðastjórnmál erlendis. Greinarnar koma inn á margvísleg málefni sem oft eru þó nátengd. Tvær greinar fjalla um ,,stríðið gegn hryðjuverkum”, annars vegar tekur Erlingur Erlingsson fyrir uppruna, þróun og skipulag hryðjuverkasamtakanna al Kaída, og hins vegar fer Guðrún Dögg Guðmundsdóttir í það hvernig hryðjuverkastríðið hefur veitt vestrænum lýðræðisríkjum skjól til að setja lög sem brjóta á mannréttindum borgara. Örn Arnarson fjallar um uppgang efnahagslegs heimsveldis Bandaríkjanna í samhengi við hnignun og fall heimsveldis Breta, og Atli Viðar Þorsteinsson víkur sögunni að réttmæti hernaðaríhlutunar Atlantshafsbandalagsins (NATO) í Kosovo árið 1999. Þá ber Tómas Brynjólfsson saman deilu Ísraela og Palestínumanna við hin minna þekktu átök Marokkómanna og Sharawia í Vestur-Sahara. Að lokum er vikið að nágrannalöndunum og áhrifum þeirra á alþjóðavettvangi í grein Gunnhildar Lily Magnúsdóttur um áhrif Svíþjóðar, Danmerkur og Finnlands á umhverfisstefnu Evrópusambandsins (ESB).Heimsmyndin er í stöðugri þróun og sífelld endurskoðun á alþjóðlegum málefnum er því nauðsynleg. Bókinni er ætlað að auka þekkingu og vekja upp ýmsar spurningar um framtíðarþróun alþjóðamála. Með útgáfunni er hugmyndum höfunda og rannsóknum á sviði alþjóðamála komið á framfæri við íslenskt samfélag.

Ritstjórar bókarinnar er Rósa Magnúsdóttir lektor við Háskólann í Árósum, Silja Bára Ómarsdóttir forstöðumaður Alþjóðamálastofnunar og Rannsóknaseturs um smáríki við Háskóla Íslands, og Valur Ingimundarson prófessor í sagnfræði við Háskóla Íslands. Útgefandi er Alþjóðamálastofnun og Rannsóknasetur um smáríki við Háskóla Íslands. Bókin fer í drefingu til helstu bóksala á landinu en einnig er hægt að panta hana hjá Alþjóðamálastofnun. Leiðbeinandi verð er 2.500 krónur.

 

 

nýstaða_forsíða Ný staða Íslands í utanríkismálum: Tengsl við önnur Evrópulönd
Ritstýrt af Silju Báru Ómarsdóttur.Í nóvember 2006 stóð Alþjóðamálastofnun Háskóla Íslands fyrir ráðstefnu um breytta stöðu í utanríkismálum Íslands með áherslu á tengsl við önnur Evrópulönd. Markmiðið var að vekja athygli á þeim víðfeðmu rannsóknum sem fara fram á sviði Evrópufræða í íslensku háskólasamfélagi og var því fræðimönnum af ýmsum sviðum boðið að kynna verk sín. Afrakstur ráðstefnunnar er hér settur fram í fimm megin hlutum. Í þeim fyrsta eru inngangserindi, í öðrum eru ýmis sjónarmið hagfræðinnar sett fram, í þeim þriðja ræða stjórnmála- og sagnfræðingar málefni þeim tengd, í þeim fjórða kynna norrænir fræðimenn reynslu sinna landa af fullri aðild að Evrópusambandinu og að lokum eru skráðar pallborðsumræður sem fulltrúar vinnumarkaðarins tóku þátt í.Silja Bára Ómarsdóttir er forstöðumaður Alþjóðamálastofnunar og Rannsóknaseturs um smáríki við Háskóla Íslands og aðjúnkt við stjórnmálafræðiskor Háskóla Íslands. Kafla í bókinni eiga: Valgerður Sverrisdóttir, Einar Benediktsson, Róbert R. Spanó, Ágúst Einarsson, Gylfi Zoega, Lilja Mósesdóttir, Jónas H. Haralz, Þorvaldur Gylfason, Baldur Þórhallsson, Guðmundur Hálfdánarson, Úlfar Hauksson, Valur Ingimundarson, Harry Flam og Markus Lahtinen. Útgefandi er Alþjóðamálastofnun og rannsóknasetur um smáríki. Hægt er að panta bókina á vef Háskólaútgáfunnar.
Small States Greinasafn.jpg Small States in International Relations
Ritstýrt af Christine Ingebritsen, Iver B. Neumann, Sieglinde Gstöhl og Jessica Beyer.Á vegum Rannsóknaseturs um smáríki við Háskóla Íslands er komin út bókin Smáríki í alþjóðastjórnmálum (Small States in International Relations). Bókin er safn klassískra fræðigreina sem lagt hafa grunninn að smáríkjafræðunum allt frá 1959 til dagsins í dag. Smáríkjafræði (small states studies) hafa lagt grunninn að rannsóknum á smáríkjum í alþjóðakerfinu, getu þeirra til áhrifa í alþjóðamálum og þeim veikleikum sem þau standa frammi fyrir.Sterk staða margra smáríkja í heimum, eins og Norðurlandanna, hefur vakið verð-skuldaða athygli margra fræðimanna sem hafa sett fram kenningar um hegðun smáríkja í alþjóðakerfinu. Þessar kenningar hafa verið mikilvægt viðbót við þann fræðiramma sem alþjóðastjórnmál (international relations) byggja á.

Þær fræðigreinar sem finna má í bókinni sýna m.a. fram á styrkleika margra smárra þjóðfélaga og hvernig þau hafa byggt upp blómlegt efnahagslíf og notið velgengi á alþjóðavettvangi. Bókin er skipt upp í þema sem fjalla t.d. um hvernig sum smáríki hafa með virkri þátttöku í alþjóðamálum náð að setja spurningarmerki við hefðbundnar kenningar í alþjóðastjórnmálum sem snúa um mátt hinna sterku ríkja. Auk þessa er fjallað um getu smáríkja til áhrifa í alþjóðastofnunum eins og Evrópusambandinu og hvernig smáríki geta verið fyrirmyndir stærri ríkja hvað varðar t.d. þróunaraðstoð, nýtingu náttúruauðlinda og þróun velferðaþjóðfélags. Bókin verður m.a. notuð í kennslu í námskeiðum í stjórnmálafræði og alþjóðastjórnmálum við Háskóla Íslands.Í bókinni má finna fræðigreinar eftir Annette Baker Fox, David Vital, Jorri Duursma, Michael Handel, Peter J. Katzenstein, Dan Reiter og Baldur Þórhallsson auk ritstjóra bókarinnar þau; Christine Ingebritsen, dósent í Norrænum fræðum og aðstoðarrektor Washington háskóla í Seattle; Iver B. Neumann, framkvæmdastjóra hjá Alþjóðamála-stofnun Noregs; Sieglinde Gstöhl, prófessor í Evrópufræðum og stjórnsýslu við College of Europe í Belgium; og Jessica Beyer, doktorsnema við háskólann í Washington.

Bókin er gefin út í samvinnu Háskólaútgáfunnar og útgáfu Háskólans í Washington í Seattle í Bandaríkjunum. Hægt er að panta bókina á vef Háskólaútgáfunnar.

 

smallstatecrisis.jpg Small-State Crisis Management:
The Icelandic Way
Ásthildur Elva Bernharðsdóttir and Lina Svedin
ís_esb.jpg Ísland og Evrópusambandið:
EES, ESB-aðild
eða ,,svissnesk lausn“
Auðunn Arnórsson, Espen Barth Eide,
Dag Harald Claes, Hanne Ulrichsen og Asle Toje
Iceland, Norway and the EU Iceland, Norway and the EC Common Fisheries Policy
The potential of the reform – a springboard for Iceland and Norway?
Torben Foss, Þórólfur Matthíasson and Hanne Ulrichsen