Vefútgáfa

 

At Crossroads. Iceland´s Defence and Security Relations 1940-2011.

Eftir Einar Benediktsson, fyrrverandi sendiherra. Styttri útgáfa af skýrslunni verður birt á heimasíðu Strategic Studies Institute of the United States Army War College. Hér má finna skýrsluna: At Crossroads

Financial crises in Iceland and Ireland: Does EU and Euro membership matter?

Þann 11. nóvember 2011 kom út skýrsla eftir Peadar Kirby, prófessor í alþjóðastjórnmálafræði og opinberri stjórnsýslu við Limerick háskóla á Írlandi, og Baldur Þórhallsson, prófessor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands. Efni skýrslunnar snýst um áhrif fjármálakreppunnar á Íslandi og Írlandi  þar sem þessi tvö lönd eru borin saman.

Í skýrslunni er fjallað um stöðu Írlands og Íslands í efnahagskreppunni. Löndin tvö eru borin saman með hliðsjón af því að Írland er aðili að Evrópusambandinu með Evru sem gjaldmiðil en Ísland er utan sambandsins með eigin gjaldmiðil. Greint er hvaða áhrif þetta hefur haft á umfang efnahagskreppunnar í löndunum og getu ríkjanna til að bregðast við afleiðingum hennar. Notast er við greiningarramma smáríkjafræða um mikilvægi bandalagamyndunar fyrir smáríki. Reynsla Íslands og Írlands í bankakreppunni staðfesta að nokkru leyti staðhæfingar um mikilvægi þess að hafa efnahagslegt og pólítískt skjól þó að í því geti einnig falist umtalsverðar þvinganir. Á sama tíma sýnir rannsóknin að efnahagsstjórn og eftirlit með fjármálastofnunum er grunnforsenda þess að smáríki geti varist efnahagslegum áföllum. Kenningar um mikilvægi skjóls eða bandalagamyndunar fyrir smáríki verða því að taka tillit til innviða ríkja þegar lagt er mat á stöðu þeirra í alþjóðahagkerfinu.

Financial crises in Iceland and Ireland

Thinkers and Doers in Foreign Policy: A Distinction without a Difference?
Grein eftir Alyson Bailes, aðjúnkt við Stjórnmálafræðideild Háskóla Íslands, kynnt við Allþjóðamálastofnun Danmerkur, DIIS. Sjá grein hér:

Thinkers and Doers

 

 

Island behöver EU:s beskydd

Í fréttabréfi Evrópufræðaseturs Svíþjóðar, SIEPS, frá því í nóvember 2010 er grein eftir Baldur Þórhallsson, stjórnarformann Alþjóðamálastofnunar og Rannsóknaseturs um smáríki. Greinin byggir á erindi sem hann hélt á ráðstefnu Alþjóðamálastofnunar, Evrópufræðaseturs Svíþjóðar og Alþjóðamálastofnunar Finnlands, Fifteeen Years On: Finland and Sweden in the European Union, sem haldinn var 15. október.

Sjá: SIEPS Newsletter 5/2010

 

Framtíð Íslands í samfélagi þjóðanna

Fimmtudaginn 29. janúar 2009 hófst vordagskrá Alþjóðamálastofnunar með opnun á fundaröð sem bar yfirskriftina „Framtíð Íslands í samfélagi
þjóðanna“. Fundirnir voru alls níu talsins og fóru fram ca.
hálfsmánaðarlega. Nú hefur Alþjóðamálastofnun gefið út bækling með
samantektum á fyrirlestrum fundanna. Vilborg Ása Guðjónsdóttir, verkefnastjóri, sá um samantekt. Bæklingurinn er á ensku og má
finna hér:

The Future of Iceland in the Community of Nations

 

Evrópska varnarmálastofnunin (EDA) og iðnaðarsamstarf á sviði varnarmála: Áhrif á og möguleikar fyrir Ísland

Rannsókn Alyson JK Bailes og Jón Ágústs Guðmundssonar

Skýrslan er gefin út af Alþjóðamálastofnun og Rannsóknasetri um smáríki og er afrakstur rannsóknar sem fór fram vorið 2009. Varnarmálastofnun Íslands styrkti verkefnið, sem er hluti af rannsóknasamstarfi stofnananna þriggja.

Samkvæmt höfundum þessarar sjálfstæðu skýrslu er Evrópska varnarmálastofnunin eina stofnunin sem gerir raunverulega tilraun til að stjórna og hagræða þróun iðnaðar á sviði varnarmála í Evrópu. Skýrslan útskýrir hlutverk EDA og leitast við að svara því hvort starfsemi stofnunarinnar geti átt við fyrir Ísland, sem þrátt fyrir að vera smáríki án hers gæti uppfyllt ýmis hlutverk og stutt við evrópsk öryggisverkefni. Ýmis konar möguleikar eru greindir, bæði fyrir opinber samskipti Íslands við EDA, og fyrir íslenska framleiðendur hvað varðar tækifæri á evrópska markaðnum.

Hér má finna skýrsluna sem ber heitið: The European Defence Agency (EDA) and Defence Industrial Cooperation: Implications and Options for Iceland

Skýrsla Alyson - Nýtt norrænt samstarf Societal Security in Norden: Building Cross-Sectoral Communities
‘NEW NORDIC COOPERATION: A STUDY OF JOINT SECURITY TRAINING

Þann 27. maí 2009 stóð Alþjóðamálastofnun fyrir opnum fyrirlestri Thorvalds Stoltenberg, fyrrum utanríkis- og varnarmálaráðherra Noregs. Stoltenberg kynnti þar efni nýútkominnar skýrslu sinnar um norrænt samstarf á sviði utanríkis- og öryggismála sem hann vann fyrir utanríkisráðherra Norðurlandanna. Í henni er meðal annars að finna tillögur að nánara samstarfi á sviði öryggismála og þá sérstaklega með tilliti til þeirra breytinga sem eru að verða á Norðurslóðum, sem og leiðir til aukins samstarfs í friðargæslu víða um heim.

Ein af tillögum Stoltenberg er skipulagning sameiginlegs þjálfunarnámskeiðs fyrir öll Norðurlöndin fimm, þar sem bæði borgaralegir og hernaðarlegir sérfræðingar kæmu saman til að ræða áskoranir og lausnir á sviði öryggis- og varnarmála. Alþjóðamálastofnun gefur nú út ítarlega skýrslu um þá tillögu, eftir Alyson Bailes, gestakennara við stjórnmálafræðideild Háskóla Íslands. Í skýrslunni er farið yfir röksemdir tillögunnar og svipuð námskeið sem hafa verið haldin á Norðurlöndunum eru skoðuð. Þá eru ræddar hugsanlegar leiðir til að koma tillögum Stoltenberg í framkvæmd, bæði fyrir öll Norðurlöndin og innan Íslands. Rannsóknin var styrkt af sænsku Alþjóðamálastofnuninni (UI) og sænska varnarmálaskólanum (SNDC), sem hluti af rannsóknarritröð um samfélagslegt öryggi á Norðurslóðum.

Hér má finna skýrslu Alyson Bailes sem ber heitið: Societal Security in Norden: Building Cross-Sectoral Communities

Subregional vefútgáfa Subregional Organizations in Europe: Cinderellas or Fairy Godmothers?

Samantekt af ráðstefnu Alþjóðamálastofnunar og Rannsóknaseturs um smáríki um svæðisbundnar stofnanir í Evrópu. Skýrslan var tekin saman af Vilborg Ása Guðjónsdóttur, MA í alþjóðasamskiptum. Ráðstefnan var haldin í október 2007 en skjalið er gefið út í febrúar 2008.

Subregional Organizations in Europe: Cinderellas or Fairy Godmothers?